föstudagur, október 22

Listin að læra

Halló halló, var að vakna og sá að ég hef sofið klukkutíma framm yfir glósutíma, ekki nógu gott fyrir Siggu ofurglósara. Það er gjörsamlega EKKERT til að borða heima þannig að morunmaturinn samanstendur af nachos og te, svo hollt og svo hressandi.
Þessi undanfarna vika hefur liðið frekar pleasantly í sálfræðilestri og vinnu.... ég fór í strætó 2 í vikunni og komst að því að það er bara alls ekki svo slæmt...Sérstaklega í ljósi þess þar sem að strætógaurinn var ungur og frekar myndarlegur og ég komst upp með að nota 2 vikna gamla skiptimiða. Ég er nefnilega búin að þróa með mér strætós senu alveg eins og flugvalla senu, hvar er óskarinn gott fólk? Aftur að strætó, ég fór í Mál og menningu á miðvikudaginn til að fá eiginhandarártitun hjá einum uppáhaldshöfundinum mínum, Paulo Cohelo, alger snillingur þessi maður, d: skrifaði Alkemistann...Anywho þegar ég mætti í búðina, rúmlega fimma, var komin massív röð og ég sá ekki fram á að fá áritunu.....nema hverja sé ég í röðinni ? Hana Tanju mína sem kynnti mig fyrir þessum bókum öllum saman og hún var næstum því alveg fremst þannig að ég fékk að troða mér hjá henni og viti menn, ég fékk áritun og tók í hendina á honum.
EN síríuslí er vikan búin að líða án minnar vitundar því að tíminn líður ekki þegar þú ert á Þjóðarbókhlöðunni að glósa samfleytt í fleirri fleirri tíma....
Ég gleymdi næstum því!!! Eftir mikið væl og svartsýni, halðiði ekki bara að stelpan hafi náð fyrsta prófinu í sálfræði þar sem var 60% fall, ég skal sko segja ykkur.... ég held að ég hafi brosað allan mánudaginn þegar ég fékk að vita þetta.
Í gær fórum ég og Arna á Airwaves. Af öllum hljómsveitum sem við sáum verð ég að segja að Slowblow hafi verið mögnuð og ráðlegg öllum að fjárfesta í disk með henni, ahhh reyndar kannski ekki öllum en þeir sem fíla svona tónlist, go for it, money well spent. Mér fannst Sahara hotnights líka ekkrt smá skemmtilegar, það er bara eitthvað við svona stelpur rokk sem fær mann alltaf til að brosa og hreyfa sig aðeins -girl power-. Ensími átti nú reyndar líka góðan sprett og náði góðri stemmingu í húsið... Svo er bara prógramm um helgina!!!! Nóg að sætum útlendingum í bænum ;) en má ekki gleyma....hjá mér er það bara einn....eða tveir.....það er einn tæpur á að verða þriðji.....
Voðalega er pabbi vinsælt fréttaefni þessa dagan, hundakonan þarf klárlega að fara að láta heyra í sér aftur svo að DV hafi eitthvað til að tala um, þetta var nú ekki slæm umfjöllun þannig að ég get ekki kvartað en bara samt..og léleg mynd.
Best að fara að demba sér í að glósa um hvernig við myndum geðtengsl á ævinni og hvað ræður makavali...læt ykkur fylgjast með hvað ræður því
Fékk það staðfest í tíma á miðvikudaginn að fallegu fólki gengur betur í lífinu og fær fleirri tækifæri en aðrir....EN ekki fallegum og flott klæddum konum, það er víst of mikið af hinu góða segja niðurstöður rannsókna þannnig að stelpur, nú er bara að ákveða, hvort ert þú ?
ég veit hvað ég er.
ta ta for now

1 ummæli:

eks sagði...

ú mín bara á fullu í félagssálfræðinni :) RISA TIL HAMINGJU með að hafa náð prófinu :) ég verð á nasa í kvöld, minns er að spila ;) látu mig endilega vita ef þú ferð....... væri rosa gaman að sjá þig